Líkamssamsetning
Hvað er líkamssamsetning?
Líkami okkar samanstendur af fjórum meginþáttum, vatni, próteini, steinefnum og fitu. Vatnið er á bilinu 50 – 60 % af líkamsþyngd okkar.

Próteinið er byggingarefni vöðva, líffæra og beina.

Steinefnin eru aðallega í beinum en einnig í blóðrás.

Fitan er orkubirgðir líkamans, ásamt því sem hún verndar innri líffæri, gegnir hlutverki við hitastjórnun og er einangrandi. Of mikil eða of lítil fita, til lengri tíma, getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsuna.

Magn vöðva og fitu eru mikilvægir þættir en æskilegt er að vöðvar séu í meðallagi eða yfir, en fita í meðallagi eða undir.

Æskileg fituprósenta hjá körlum er 10-20% en 18-28% hjá konum. Þess má geta að grunnbrennsla líkamans er því meiri sem vöðvamassinn er meiri.
Sama þyngd en annar líkamsvöxtur
Fita er 1,2 sinnum meiri að rúmmáli heldur en vöðvar
Jafn þungir einstaklingar en með mismikinn vöðvamassa hafa mismundandi líkamsvöxt. Sá vöðvameiri er grennri vegna þess að vöðvamassinn tekur minna pláss.
WHR stuðullinn
Skilgreining: WHR (Waist-Hip ratio) er hlutfallið á milli ummáls mittis og mjaðma og segir nokkuð um hversu kviðfitan er mikil.
Viðmiðun: Kviðfita er of mikil ef stuðullinn er hærri en 0,90 hjá körlum en 0,85 hjá konum.
Áhætta: Of mikil kviðfita er talin vera stærri áhættuþáttur fyrir sjúkdóma eins og háþrýsting, sykursýki og blóðfituhækkun heldur en offita af völdum fitu undir húð.
Visceral Fat Level (Stig iðrafitu)
Skilgreining: Iðrafitan er í kviðarholinu og umlykur og verndar kviðarholslíffæri. Önnur fita á kvið liggur beint undir húðinni.
Viðmiðun: Iðrafita er talin geta valdið skaða ef að hún er orðin meiri en 100 cm² (level 10).
Áhætta: Iðrafita getur því verið stærri heilsufarsáhættuþáttur en fita undir húð.
Leiðir til þess að hafa stjórn á kviðfitumagni
Til þess að vinna á uppsafnaðri kviðfitu þarf að tileinka sér heilbrigt mataræði og þá sérstaklega með því að minnka neyslu á feitum mat og áfengi, ásamt því að stunda reglubundna hreyfingu. Þegar bæði er um að ræða of mikla iðrafitu og fitu undir húð, þarf langtímaáætlun sem samanstendur af heilbrigðu mataræði og styrkjandi æfingum að kviðvöðvaæfingum meðtöldum.

Made on
Tilda